• By admin
  • desember 13, 2023
  • No Comments

Stóra sleða ævintýrið

8. desember

Stóra sleða ævintýrið

Eftir skóla ákváðu Sara og Sigurður að fara með vinum sínum í stærstu brekkuna í bænum til að renna sér á sleðum. Þau tóku sleðana sína og héldu af stað spennt.

Þegar þau komu að brekkunni, var þar þegar fullt af öðrum krökkum. Brekkan var brött og snjórinn fullkominn fyrir sleðaferð. “Þetta verður svo skemmtilegt!” hrópaði Sara.

Þau stilltu sér upp efst í brekkunni. “Tilbúin, viðbúin og af stað!” hrópaði einn vinur þeirra, og þau skutust öll niður brekkuna á sleðunum sínum. Vindurinn blés í andlit þeirra, og þau hlógu af gleði.

Systkinin kepptust við vini sína um hver færi hraðast niður brekkuna. Sigurður var fljótur, en Sara var enn fljótari. Hún rendisér niður brekkuna eins og elding og kom fyrst niður.

“Jæja, þú vannst!” sagði Sigurður brosandi. “Þú ert sleða kóngurinn!” bætti vinur þeirra við og hló. Já eða drottningin svaraði Sara um hæl.

Þau renndu sér aftur og aftur, þar til þau voru orðin þreytt og kalt. Þá ákváðu þau að fara heim. Þau töluðu allan leiðina um hversu gaman þetta hafði verið.

“Við verðum að gera þetta aftur fljótlega,” sagði Sara, þegar þau komu heim. Sigurður var sammála. “Já, þetta var góður dagur!”

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *