• By admin
  • desember 14, 2023
  • No Comments

Jólagjafirnar úr smíðastofunni

11. desember

Jólagjafirnar úr smíðastofunni

 

Sara og Sigurður voru í smíðatíma. Kennarinn, hann Daði smíðakennari, sagði: “Í dag búum við til eitthvað fallegt sem þið getið gefið í jólagjöf.”

Sara og Sigurður voru mjög spennt. Þau vildu búa til eitthvað sérstakt fyrir mömmu og pabba.

Sara ákvað að smíða fallegan kertastjaka. Hún fann spýtu og sótti hamar og sög og hófst handa. Hún málaði það svo fallega rautt og setti glimmer á.

Sigurður vildi smíða fuglahús. Hann notaði hamar og nagla til að setja saman trébita. Hann málaði húsið grænt.

Þegar þau voru búin, Sagði Sigurður við systur sina. “Þetta  er rosalega flott,”. “Og þitt líka,” sagði Sara.

Daði smíðakennari kom til að líta á hvernig þeim gengi. “Þið eruð bæði mjög hæfileikarík,” sagði hann. Sara og Sigurður brostu. Þau vissu að foreldrar þeirra myndu elska þessar gjafir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *